Reliefband er klínískt viðurkennt til að vinna gegn ógleði. Reliefband er laust við lyfjaáhrif og aukaverkanir.
Tækið vinnur gegn ógleði og uppköstum með mildri rafskautaörvun miðtaugar í úlnlið. Reliefband er stafrænt (digital) lækningatæki sem fest er á armband og borið á úlnliðnum eins og úr. Tækið er búið örvandi elektróðu (rafskauti) sem snýr að úlnliðnum. Með mildri rafskautaörvun miðtaugar í úlnlið (P6) rýfur tækið ógleðiskilaboð frá heilanum til magans. Reliefband vinnur með náttúrulegum hætti og hefur ekki aukaverkanir á borð við svefndrunga eða þurrk í munni sem fylgir ógleðistillandi lyfjum.
Reliefband er viðurkennt af FDA (bandarísku lyfjastofnuninni) og skráð lækningatæki í flokki II hjá Lyfjastofnun Íslands.
50 Klukkustunda Reliefbandið er tilvalið fyrir þá sem vilja lausn við ógleði en þurfa ekki á hefðbundnu Reliefbandi að halda.
Bandið hefur 5 kraftstillingar og eins og nafnið gefur til kynna aðeins 50 klukkustunda endingu.