Reliefband Classic

22.990 kr.

Reliefband Classic vinnur á skjótvirkan hátt gegn ógleði og uppköstum. Tækið byggir á einkaleyfisverndaðri tækni sem nýtir taugakerfi líkamans til að hamla því að taugaboð berist til þess hluta heilans sem veldur ógleðitilfinningu. Reliefband er klínískt prófað lækningatæki, viðurkennt af FDA (bandarísku lyfjastofnuninni) og skráð hjá Lyfjastofnun Íslands. Í viðurkenningunni felst að framleiðandinn hefur sýnt fram á að tækið er hættulaust í notkun og hefur ákveðna virkni, sem í tilfelli Reliefband er að draga úr ógleði og uppköpstum.

Fimm styrkstillingar eftir því hversu mikla örvun þarf til að vinna bug á ógleði og uppköstum.  

Gengur fyrir útskiptanlegum algengum hnapparafhlöðum (CR2025) sem duga allt að 150 tíma í notkun.

Reliefband Classic situr neðan á úlnliðnum og leiðir milda rafskautaörvun til miðtaugar gegnum snertifleti undir því. Bera þarf leiðnigel (conductivity gel – sem fylgir) á húðina til að tryggja rétta virkni.

Snertifletirnir á Reliefband Classic innihalda snefil af nikkel, sem getur valdið útbrotum hjá þeim sem hafa ofnæmi fyrir nikkel. Þetta er þekkt hjá þeim sem fá útbrot af sumum gerðum skargripa eða úra, en hefur ekki áhrif á aðra. Snertifletirnir á Reliefband Premier eru hins vegar úr svokölluðu „medical grade“ stáli 316L og innihalda ekkert nikkel.

Scroll to Top