Reliefband Premier

39.990 kr.

Reliefband Premier vinnur á skjótvirkan hátt gegn ógleði og uppköstum. Tækið byggir á einkaleyfisverndaðri tækni sem nýtir taugakerfi líkamans til að hamla því að taugaboð berist til þess hluta heilans sem veldur ógleðitilfinningu. Reliefband er klínískt rannsakað lækningatæki, viðurkennt af FDA (bandarísku lyfjastofnuninni) og skráð hjá Lyfjastofnun Íslands. Í viðurkenningunni felst að framleiðandinn hefur sýnt fram á að tækið er hættulaust í notkun og hefur ákveðna virkni, sem í tilfelli Reliefband er að draga úr ógleði og uppköpstum.

Tíu styrkstillingar eftir því hversu mikla örvun þarf til að vinna bug á ógleði og uppköstum. Hleðslurafhlaða (18 tíma hleðsla), hleðslusnúra fyrir USB fylgir. Tækið sýnir stöðu rafhleðslu á skjá. 

Reliefband Premier situr ofan á úlnliðnum líkt og úr og leiðir milda rafskautaörvun til miðtaugar undir úlnlið gegnum snertifleti í armbandinu. Bera þarf leiðnigel (conductivity gel – túpa af því fylgir) á húðina til að tryggja rétta virkni.

Scroll to Top