Umsagnir viðskiptavina um Reliefband

Elsa – í tölvupósti 

„Þetta er algjör snilld. Var með rosalega morgunógleði og ældi alla daga. Þetta bjargaði mér algjörlega!!!“

Hólmfríður – á Facebook

„Ég keypti Reliefband fyrir rúmri viku og þetta hjálpar mikið. Slekkur ekki alveg á ógleðinni en minnkar hana töluvert. Tekur yfirleitt svona fimm mínútur að finna verulegan mun.“

Kristrún Sif Kristinsdóttir  – á Facebook

„Ég mæli svo sannarlega með Reliefband!!!!

Dóttir mín sem er á 6. ári hefur verið mjög bílveik, kastar upp þó við séum ekki að fara langt. Höfum verið að nota mixtúru og ógleðitöflur sem var oft erfitt að fá hana til að taka og hún vildi frekar vera heima en fara í bílferð.

Ég keypti ódýrari týpuna og dóttir mín var fljót að læra á armbandið og henni finnst þetta svo þægilegt. Erum búin að fara í margar bílferðir, sumar nokkra klukkustundir og hún hefur ekki orðið bílveik.“

Heiðbjört – í tölvupósti 

„Það hefur reynst mjög vel, eiginlega frábært.“

Linda Björk Bjarnadóttir – á Messenger

„Vá þvílík snilld sem þetta tæki er. Langar að þakka ykkur fyrir að flytja þetta inn  ❤️  þið eruð algjörlega að bjarga einum krabbameinssjúkling í lyfjameðferð, hann getur loksins borðað og liðið betur eftir að hafa sett þetta á sig ! Þvílíkt þakklæti til ykkar. ❤️

Hrönn Árnadóttir – á Facebook

„Ég hef ekki fundið til í maganum síðan mér var gefið þetta en áður var ég alltaf að fá ógleði og uppköst en nú, allt horfið og þvílíkur léttir.“

Sigrún Sía Benediktsdóttir  – á Facebook

„Hef barist við ógleði, svima, kaldan svita og yfirlið í næstum tvö ár! Hef komist í gegn um heila viku núna eftir að hafa fengið Reliefbandið án þess að þurfa sleppa vinnu eða öðru nauðsynlegu. Gleymdi þessu einn morguninn og fann vanlíðan eftir sturtu, hljóp niður, skellti armbandinu á mig og lagðist niður í ca 1-3mín og ég gat staðið upp klætt mig og haldið þráðbeint í vinnu fyrir kl:9!

Ég var að drekka svona 2*monster á dag, 4 skeiðar af amino og yfirleitt kók líka, bara til þess að halda mér gangandi.

Hef ekki snert orkudrykki eftir að ógleðin og sviminn fór, og hef bara einhvern veginn miklu betri fókus, orkan fer í annað en að glíma við ógleði og svima alla daga.

Ég er með bandið á mer frá morgni til kvölds, þarf ekki að sofa með það

Seinustu mánuði hef ég þurft að mæta um 11 vegna ógleði og svima.

ÞETTA VIRKAR.“

Sævar Líndal – í tölvupósti 

„Það var hjá mér ung ófrísk kona sem þjáist af krónískri bílveiki líka. Hún setti upp græjuna hér fyrir framan mig sem kærastinn hennar var að gefa henni . Um leið og hún setti upp bandið fann hún breytingu á sér og það sló strax á flökurleikan sem hún hafði verið með þegar hún kom hingað í heimsókn.“

Jóhann Hákonarson – á Facebook

„Ég er með Crohns-sjúkdóminn, ógleði hefur verið ríkjandi, eftir að ég fékk mér Reliefband hefur það allveg bjargað mér. Get hreinlega ekki hætt að hrósa þessu tæki vegna þess hvað það virkar vel á ógleði.“

Helga – í tölvupósti 

„Reliefband tækið virkaði ágætlega og nú er tengdadóttir mín vonandi að komast yfir þennan erfiðasta hjalla.“

Lilja Björgvinsdóttir – á Facebook

„Keypti armbandið fyrir ófríska dóttur mína sem er buin að vera mjög slæm af ógleði. Var að fá skilaboð frá henni áðan þar sem hún vaknaði með mikla ógleði í morgun, setti á sig armbandið og nokkrum mín seinna fann hún ekki fyrir neinu.“

Agnieszka Raczkiewicz – í tölvupósti

„Reliefband hjálpar mér mikið vegna ógleði af mígreni og þegar ég lendi í vandræðum vegna stress. Ég er mjög ánægð með tækið😊“

Signý Lind – í tölvupósti

„Reliefband var keypt við meðgönguógleði og reynslan min er sú að fyrstu 2 vikurnar hjálpaði þetta gífurlega mikið. Svo var eins og virknin færi minnkandi en allan daginn var ég mikið skárri að hafa bandið á mér en ekki, það var eins og að ég hefði orku þrátt fyrir að vera kasta upp. En það virkaði ekk alveg eins sem bless við ógleði og uppköstum eins og segir í auglýsingunni. En ég myndi kaupa það aftur ef þyrfti, því það breytti töluvert heilsunni hjá mér og ég myndi segja að það sé hverrar krónu virði.“

Haukur – í tölvupósti

„Ég keypti þetta fyrir konuna eftir að hafa séð auglýsingu á Facebook, en hún hefur verið með morgunógleði í svolítinn tíma af og til yfir daginn. Hún hafði svosem enga trú á þessu en lét tilleiðast og er hæst ánægð með hve vel þetta virkar. Ég mun svo prófa þetta með næstu timburmönnum eftir covid.“

Perla Kleópatra Sigurðardóttir á Facebook

„Mæli 100% með.“

Elsa Alexandra Serrenho – á Messenger

„Þetta er algjör snilld. Var með rosalega morgunógleði og ældi alla daga. Þetta bjargaði mér algjörlega!!!

Ég var með mjög mikla ógleði á meðgöngu og kastaði upp mörgum sinnum á dag og leið hræðilega illa. Eftir að ég fékk reliefband hef ég ekki kastað upp og þetta hefur hjálpað mér gífurlega mikið. Ég fékk loksins matarlystina aftur og ég mæli með þessu fyrir allar verðandi mæður sem þjást af ógleði.”

Auður Hafþórsdóttir – á Facebook

„Tíu ára sonur minn er með colitis og þetta hefur hjálpað honum alveg helling!

Colitis ulcerosa er sáraristilbólga á íslensku. Þessi sjúkdómur tilheyrir flokki langvinnra bólgusjúkdóma í þörmum. Colitis leggst á endaþarminn og teygir sig mislangt upp ristilinn. Sjúkdómnum getur fylgt blóðugur niðurgangur, kviðverkir, hiti, liðverkir og langvarandi þreyta svo eitthvað sé nefnt. Sjúkdómnum er haldið niðri með lyfjum, gangi það ekki þarf oft á tíðum skurðaðgerð þar sem tengdur er stómi.

Í tilfelli sonar míns greinist hann 6 ára. Hann hefur hingað til ekki náð svokölluðu sjúkdómshléi nema í um 3-4 mánuði. Hann hefur reynt ýmsar lyfjameðferðir en ekkert virðist virka, alltaf myndar hann mótefni við lyfjunum sem hann prufar.

Í hans tilfelli er hann flesta daga með ristilkrampa eða ógleði, af einhverri ástæðu, en hann er einnig að díla við kvíða og þunglyndi.

Í þeim tilfellum þar sem ógleðin plagar hann, setur hann armbandið á sig og stillir eftir þörfum. Armbandið virkar í langflest skiptin sem hann notar það og fær þá pásu frá þessum endalausu kviðverkjum.“

Nokkur svör í könnun meðal viðskiptavina

  • „Ég keypti Reliefband vegna ógleði og uppkasta á meðgöngu. Bandið virkaði því miður ekki á mína tegund af ógleði en ég fékk frábæra þjónustu og mæli eindregið með að fólk prufi.“
  • „Þetta hefur reynst vel. Það er reyndar skrítin tilfinning i byrjun sem svo hverfur fljótt. Þetta er toppgræja sem eg mæli með hiklaust.“
  • „Langt framar vonum.“
  • „Nota við ógleði á meðgöngu en virkar ekki eins vel og ég hafði vonað, slær aðeins á ógleðina en ekki meira en það.“
  • „Það hefur ekki gagnast mér. En ég vil samt taka það fram að þjónustan var framúrskarandi og mun ég mæla með tækinu við aðra þótt það hafi ekki gagnast mér. En ég er ófrísk með HG (hyperemesis gravidarum) og samkvæmt samtali við starfsmann hjá ykkur þá er það að koma í ljós að þetta er ekki að virka á HG svo að það er kanski ekki að marka það að það virki ekki hjá mér. En ef þið fáið fleiri sögur um að þetta virki ekki á HG þá er spurning um að láta það fylgja með í auglýsingunni því þar sem ég tala frá því sjónarhorni þá er erfitt að verða fyrir þeim vonbrigðum að tækið virki ekki þegar maður er búin að kaupa það því maður er svo heltekin af ógleði að vonbrigðin verða svo mikil.“
  • „Ég hef verið með armbandið á sjó síðustu 3 vikur og ekkert orðið sjóveikur með bandið en aftur á móti hefur verið gott veður síðan ég keypti bandið, hlakka til að sjá hvernig þetta kemur út í brælu.“
  • „Hef ekki verið nógu dugleg að nýta það, en hefur virkað ágætlega við bílveiki.“
Scroll to Top