Virkni Reliefband
Hvernig virkar Reliefband?
Reliefband sendir rafpúlsa sem örva miðtaug sem liggur undir húðinni við úlnliðinn (median nerve, þekkt sem P6). Boðin sem myndast í miðtauginni berast síðan upp í gegnum taugakerfið til þess hluta heilans sem stýrir ógleði og uppköstum. Rafpúlsinn hefur endurstillingaráhrif þannig að taugaboðin frá heila til maga verða eðlilegri, sem síðan dregur úr ógleði og flökurleika.
Er Reliefband ráðlagt á meðgöngu?
Já, algjörlega. Reliefband hefur þann kost sem ógleðistillandi leið fyrir þungaðar konur að það hefur engin lyfjaáhrif, virkar strax, hefur engin eftirköst og er hættulaust með öllu. Reliefband er mikið notað við meðgönguógleði.
Vert er að benda á að ekki er víst að Reliefband virki sem skyldi þegar um verulega slæma meðgönguógleði er að ræða, þá sem skilgreind er sem hyperemesis gravidarum. Í slíkum tilfellum virðist sem ógleðin sé öllu öðru yfirsterkari og að áhrif Reliefband nái einfaldlega ekki í gegn. Talið er að um 2% barnshafandi kvenna fái svo svæsna ógleði á meðgöngu.
Virkar Reliefband á allar gerðir ógleði?
Reliefband er ætlað að vinna gegn allri ógleði. Aftur á móti vinnur Reliefband ekki gegn uppköstum sem stafa t..d. af matareitrun eða sambærilegum ástæðum þar sem líkaminn þarf sem fyrst að losa sig við innihald magans. Reliefband hentar best til að draga úr ógleði sem stafar af utanaðkomandi ástæðum á borð við bílveiki, sjóveiki, meðgöngu, lyfjameðferð, kvíða og fleira í þeim dúr.
Það getur verið mismunandi eftir einstaklingum hvort Reliefband hefur tilætluð áhrif. Reynslan bæði hér á landi og í Bandaríkjunum er sú að hjá 10-15% þeirra sem prófa Reliefband til að minnka eða stöðva ógleðina hefur tækið ekki nægilega mikil áhrif til að skipta máli. Oft tengist það því að ástæður ógleðinnar eru svo yfirþyrmandi miklar að verkunin frá Reliefband hreinlega nær ekki í gegn. Vegna þessarar vitneskju um tilfelli þar sem tækið kemur ekki að nægilega mikilum notum bjóðum við endurgreiðslu á kaupverðinu ef tækið er sent til baka innan 30 daga frá kaupunum. Endurgreiðsla fer inn á kortið sem notað var við kaupin.
Hvað kostar Reliefband?
Reliefband Classic kostar 21.990 kr. og Reliefband Premier kostar 35.990 kr. Sending er innifalin í verðinu.
Hvaða munur er á Reliefband Classic og Reliefband Premier?
Í meginatriðum hafa bæði tækin sömu virkni, þ.e. að örva miðtaug í úlnlið til að draga úr ógleði og uppköstum. Munurinn liggur í formi tækjanna og rafhlöðum. Classic er borið undir úlnliðnum en Premier liggur ofan á, líkt og armbandsúr. Classic er með útskiptanlegum algengum hnapparafhlöðum en Premier er með hleðslurafhlöðu (hlaðið gegnum USB). Classic er með fimm styrkstillingum meðan Premier er með tíu styrkstillingar. Lægstu og hæstu stillingar á báðum tækjum eru þær sömu, þ.e. skapa sömu áhrif. Rafskautin á Classic, sem örva miðtaugina, eru á tækinu sjálfu en rafskautin á Premier eru hluti af armbandinu um úlnliðinn. Vegna staðsetningar rafskautsins á Premier hentar það ekki fyrir fólk með stórar/þykkar hendur. Á Premier sýna led-ljós stöðu rafhlöðu og styrkstillingu. Á Classic sýnir gaumljós styrkstillingu og þegar minna en 15% eru eftir á rafhlöðum. Snertifletir rafskautanna á Classic innihalda nikkel, en á Premier eru snertifletirnir nikkelfríir. Fyrir þá sem hafa ofnæmi fyrir nikkel er ráðlegt að taka frekar Premier.
Geta börn notað Reliefband?
Já. Það eina sem skiptir máli er að Reliefband tækið komist þannig fyrir á úlnlið barnsins að það skapi tilætlaða virkni. Stærð (þvermál) handarinnar um úlnlið hefur mest að segja um það. Mikilvægt er einnig að barnið geti sagt til hvort það finnur raförvunina frá tækinu upp í lófa og miðfingur og geti sjálft aukið eða minnkað styrkinn.
Reliefband Classic hentar grennstu úlnliðunum (og þeim breiðustu reyndar einnig). Festingin á Reliefband Premier er hins vegar þess eðlis að úlnliðurinn þarf helst að vera um 15 cm eða meira í ummál. Einfalt er að mæla ummálið með því að bregða málbandi um úlnliðinn.
Gagnast Reliefband öllum?
Allir sem glíma við ógleði og uppköst, af hvaða ástæðum sem er, geta nýtt sér Reliefband til að draga úr ógleðinni.
Hvar fæst Reliefband?
Reliefband fæst á þessari vefsíðu og í versluninni Tvö líf, Glæsibæ 74 í Reykjavík.
Er einhver munur á Reliefband og „sjóveikiarmböndunum“?
Þrýstingur eða erting á miðtaug í úlnlið (P6) dregur úr ógleði. Sjóveikiarmbönd þrýsta á þessa taug með kúlu, en hætta að virka eftir skamman tíma vegna þess að þrýstingurinn er stöðugur og taugaboðin hætta að skila sér. Reliefband virkar á miðtaugina, en vegna þess að örvunin frá Reliefband er síbreytileg fremur en stöðug þá skynjar heilinn taugaboðin stöðugt sem ný. Virkni Reliefband er því jafn mikil allan tímann sem kveikt er á tækinu.
Kemur Reliefband í staðinn fyrir ógleðilyf?
Reliefband er ákjósanlegur valkostur í staðinn fyrir svokallaðar sjóveikitöflur og sjóveikiplástra sem ætluð eru til að slá á einkenni ferðaveiki á borð við sjóveiki og bílveiki. Meðal kosta Reliefband er að það veldur ekki sljóleika við notkun og byrjar strax að virka.
Reliefband hefur ábendingu um stuðning við ógleðistillandi lyf sem gefin eru eftir skurðaðgerðir og í krabbameinslyfjameðferð og hefur um árabil verið notað á bandarískum sjúkrahúsum í því skyni.
Veldur notkun Reliefband einhverjum aukaverkunum?
Notkun Reliefband veldur engum aukaverkunum og það er hættulaust. Sumir einstaklingar geta þó fundið fyrir ertingu (roði eða kláði í húð, rauðar bólur eða litlar blöðrur) í kringum svæðið þar sem rafskautin á bakhlið Reliefband Classic tækisins snerta húðina. Ástæðan er sú að í rafskautum Classic tækisins er nikkel og sumir eru viðkvæmir fyrir nikkeli og fá útbrot vegna þess. Aftur á móti er ekkert nikkel í rafskautunum á Reliefband Premier og því er ráðlegt að taka það tæki frekar ef grunur leikur á nikkelofnæmi. Rafskautin á Premier tækinu eru úr skurðstofustáli af gerðinni 316L.
Er latex í Reliefband tækjunum?
Ekkert latex er í Reliefband Premier tækinu, en í armbandinu á Classic tækinu er latex. Einfalt er að skipta um ól á Classic tækinu.
Hvað er Reliefband lengi að byrja að virka?
Í flestum tilfellum byrjað það að virka samstundis eða eftir nokkrar mínútur. Í einhverjum tilfellum er ráðlegt að kveikja á tækinu 15-30 mínútum áður en komið er í þekktar aðstæður sem viðbúið er að valdi ógleði. Tækið hefur áhrif þó kveikt sé á því eftir að að ógleði eða uppköst hafa byrjað. Virkni tækisins hættir um leið og slökkt er á því.
Gagnast Reliefband við ógleði af völdum þynnku?
Reliefband er klínískt prófað og viðurkennt til að takast á við ógleði og uppköst af völdum ótæpilegrar drykkju og tilheyrandi þynnkuvanlíðan. Fyrir þá sem þjást af ógleði í þynnkunni getur Reliefband verið sannur bjargvættur.
Gagnast Reliefband við ógleði af völdum kvíða?
Þekkt er að mikill kvíði getur valdið flökurleika. Oftast líður ógleðitilfinningin hjá, en í sumum tilfellum verður ekkert við ráðið og viðkomandi kastar upp. Reliefband getur verið áhrifaríkt hjálpartæki til að draga úr ógleði og uppköstum vegna kvíða. Reliefband er klínískt prófað og viðurkennt í glímunni við ógleðina. Reliefband hefur hins vegar engin áhrif á sjálfa tilfinninguna sem veldur kvíðanum.
Gagnast Reliefband við ógleði af völdum krabbameinslyfjameðferðar?
Reliefband var upphaflega þróað sem hjálpartæki á bandarískum sjúkrahúsum til að vinna gegn ógleði og uppköstum sjúklinga í krabbameinslyfjameðferð og eftir skurðaðgerðir. Að loknum klínískum rannsóknum var Reliefband viðurkennt sem lækningatæki í flokki II hjá FDA, bandarísku lyfjastofnuninni. Reliefband er jafnframt skráð sem lækningatæki hjá Lyfjastofnun. Ógleði er algengur fylgifiskur meðferðar með krabbameinslyfjum og er Reliefband áhrifarík leið til að slá á hana. Reliefband hefur engin lyfjaáhrif, virkar strax, hefur engin eftirköst og er hættulaust með öllu. Reliefband er viðurkennt sem stuðningur við ógleðistillandi lyf sem gefin eru við þessar aðstæður.
Reliefband hefur til skamms tíma aðeins verið til sölu í Norður-Ameríku, en sumarið 2020 var ráðist í gerð samræmisyfirlýsingar fyrir evrópska efnahagssvæðið og CE merkingu. Ísland er eitt fyrsta landið í Evrópu þar sem Reliefband er skráð til sölu sem lækningatæki.
Gagnast Reliefband við ógleði af völdum bílveiki?
Já, svo sannarlega. Reliefband er klínískt prófað og viðurkennt til að takast á við ógleði og uppköst af völdum bílveiki og annarar ferðaveiki. Reliefband hefur engin lyfjaáhrif, virkar strax, hefur engin eftirköst og er hættulaust með öllu. Börn geta notað Reliefband en þurfa að hafa nægilegan þroska til að geta sagt til um verkun tækisins og styrkstillingu þess. Nóg er að setja Reliefband af stað nokkru áður en aðstæður skapast fyrir ógleði, eða um leið og viðkomandi finnur fyrir óþægindum.
Notkun Reliefband
Þarf tækið að vera stöðugt í gangi?
Nóg er að kveikja á Reliefband tækinu skömmu áður en búast má við aðstæðum sem valda ógleði og uppköstum. Hafa má tækið í gangi svo lengi sem þurfa þykir. Ráðlegt er að slökkva á því endrum og sinnum til að kanna hvort ógleðin hafi minnkað. Einnig er ráðlegt að taka tækið af úlnliðnum á ca. þriggja tíma fresti til að þurrka leiðnigelið af úlnliðnum og tækinu og bera það á aftur til að tryggja sem bestan árangur.
Það er kveikt á tækinu en ég finn ekkert?
Hugsanlega er tækið ekki rétt staðsett á úlnliðnum. Ráðfærðu þig við leiðbeiningarnar um staðsetningu þess. Leiðbeiningarnar fylgja tækinu við kaup og eru jafnframt aðgengilegar hér á vefsíðunni.
Hugsanlega hefur leiðnigelið ekki verið borið á úlnliðinn. Leiðnigelið er nauðsynlegt til að rafleiðnin skapist milli snertiflata tækisins og húðarinnar. Hugsanlega er of langt frá því að leiðnigelið var borið á og því dregið úr virkni þess. Ráðið er að þurrka leifar þess af höndinni og tækinu og bera það á aftur.
Ef Reliefband tækið er ekki á réttum stað á úlnliðnum finnst raförvunin ekki upp í lófa og fingur, heldur frekar sem fiðringur í úlnliðnum. Prófið að færa tækið til á úlnliðnum meðan kveikt er á því til að tryggja að það sé á réttum stað. Þá á fiðringurinn að finnast upp í lófa og miðjufingur.
Hvað endast rafhlöðurnar lengi?
Í Reliefband Classic eru tvær útskiptanlegar hnapparafhlöður af gerðinni CR-2025, sem fást víða. Að jafnaði endast þær í 150 tíma á miðjustillingu, en lengur á lægri stillingu og skemur á hærri stillingu. Rautt ljós kviknar þegar lítið er eftir af rafhlöðunum.
Í Reliefband Premier er hleðslurafhlaða sem endist að jafnaði í 18 tíma í notkun á miðjustillingu. Um 45 mínútur tekur að fullhlaða tækið. Á tækinu er hægt að sjá stöðu hleðslurafhlöðunnar og rautt ljós kviknar þegar 15% eða minna er eftir á hleðslunni.
Skiptir máli á hvorri höndinni Reliefband er notað?
Nei.
Er pirrandi að vera með Reliefband tækið í notkun?
Virkni Reliefband felst í raförvuninni sem fer til miðtaugar í úlnlið. Notandinn finnur fyrir örvuninni sem smávægilegu kitli í húð og örvun upp í lófa og miðjufingur. Tilfinningin sem notandinn finnur eykst eftir því sem hærri styrkur er valinn. Flestir hætta að finna fyrir örvuninni frá tækinu eftir hálftíma í notkun.
Hvar fæ ég rafhlöður í Reliefband Classic tækið?
Rafhlöðurnar eru hnapparafhlöður af gerðinni CR-2025. Þær fást víða, meðal annars í mörgum matvöruverslunum og byggingavöruverslunum. Þægilegt er að panta rafhlöðurnar á netinu hjá hnappar.is og er sendingarkostnaður innifalinn í verðinu.
Er nauðsynlegt að bera leiðnigel á úlnliðinn?
Já, það er bráðnauðsynlegt, því annars ná rafskautin á Reliefband tækinu ekki að skapa þá raförvun við húðina á úlnliðnum sem þarf til að það virki á ógleði og uppköst.
Hversu lengi endist túpan með leiðnigelinu?
Að jafnaði á túpan að endast til að bera gelið á í 50 skipti. Aðeins þarf að nota lítinn dropa af gelinu í hvert skipti.
Hvar fæ ég meira leiðnigel?
Aukatúpur af leiðnigeli eru til sölu hér á vefsíðunni og er sendingarkostnaður innifalinn. Sumir notendur hafa notað glært aloe vera gel ef leiðnigelið hefur klárast.