Lestarveiki

Lítil hætta er á að verða óglatt um borð í lestum hér á landi, enda engar slíkar að finna. En Íslendingar nota lestir á ferðalögum sínum erlendis og ekki er ósennilegt að einhverjir finni til ógleði undir hreyfingum lestanna. Þá er ákjósanlegt að hafa Reliefband við höndina, en það er klínískt prófað og viðurkennt til að takast á við ógleði og uppköst af völdum lestarveiki og annarar ferðaveiki.

Reliefband vinnur á skjótvirkan hátt. Tækið er á stærð við úr og er fest með armbandi á höndina og leiðir milda rafskautaörvun til miðtaugar undir úlnlið. Örvunin frá Reliefband berst um miðtaugina til þess hluta heilans sem veldur ógleðitilfinningu. Reliefband byggir á einkaleyfisverndaðri tækni, er viðurkennt af FDA (bandarísku lyfjastofnuninni) og skráð hjá Lyfjastofnun Íslands.

Scroll to Top