Fólk getur fundið fyrir tilfallandi eða viðvarandi ógleði án þess að hún verði rakin til ákveðinna aðstæðna. Dæmi eru um að Reliefband geti verið hjálplegt í slíkum tilfellum.
Þá glíma mígrenisjúklingar oft við ógleði og uppköst þegar verst lætur. Reliefband er klínískt prófað og viðurkennt til að draga úr flökurleikanum sem fylgir mígreniköstunum og koma þannig í veg fyrir uppsölur.
Reliefband vinnur á skjótvirkan hátt gegn ógleði og uppköstum. Reliefband er fest með armbandi á höndina og leiðir milda rafskautaörvun til miðtaugar undir úlnlið. Örvunin frá Reliefband berst um miðtaugina til þess hluta heilans sem veldur ógleðitilfinningu. Reliefband byggir á einkaleyfisverndaðri tækni, er viðurkennt af FDA (bandarísku lyfjastofnuninni) og skráð hjá Lyfjastofnun Íslands.
Umsagnir notenda sem hafa notað Reliefband til að takast á við almenna ógleði:
Sigrún skrifaði á Facebook:
Þetta VIRKAR!
Hef barist við ógleði, svima, kaldan svita og yfirlið í næstum tvö ár! Hef komist í gegn um heila viku núna án þess að þurfa sleppa vinnu eða öðru nauðsynlegu. Gleymdi þessu einn morguninn og fann vanlíðan eftir sturtu, hljóp niður, skellti armbandinu á mig og lagðist niður í ca 1-3mín og ég gat staðið upp klætt mig og haldið þráðbeint í vinnu fyrir kl: 9! Seinustu mánuði hef ég þurft að mæta um 11 vegna ógleði og svima.
Ég var að drekka svona 2*monster á dag, 4 skeiðar af amino og yfirleitt kók líka, bara til þess að halda mér gangandi. Hef ekki snert orkudrykki eftir að ógleðin og sviminn fór, og hef bara einhvern veginn miklu betri fókus, orkan fer í annað en að glíma við ógleði og svima alla daga.
Ég er með bandið á mér frá morgni til kvölds, þarf ekki að sofa með það. ÞETTA VIRKAR ❤️????
Hrönn skrifaði á Facebook
Ég hef ekki fundið til í maganum síðan mér var gefið þetta en áður var ég alltaf að fá ógleði og uppköst en nú, allt horfið og þvílíkur léttir.