Krabbameinslyfjameðferð

Reliefband var upphaflega þróað sem hjálpartæki á bandarískum sjúkrahúsum til að vinna gegn ógleði og uppköstum sjúklinga í krabbameinslyfjameðferð og eftir skurðaðgerðir. Ógleði er algengur fylgifiskur meðferðar með krabbameinslyfjum og er Reliefband áhrifarík leið til að slá á hana. Reliefband hefur engin lyfjaáhrif, virkar strax, hefur engin eftirköst og er hættulaust með öllu. Reliefband er klínískt prófað og viðurkennt til að takast á við ógleði og uppköst af völdum lyfjameðferðar við krabbameini.

Reliefband hefur til skamms tíma aðeins verið til sölu í Norður-Ameríku, en sumarið 2020 var ráðist í gerð samræmisyfirlýsingar fyrir evrópska efnahagssvæðið og CE merkingu. Ísland er eitt fyrsta landið í Evrópu þar sem Reliefband er skráð til sölu sem lækningatæki.

Reliefband vinnur á skjótvirkan hátt gegn ógleði og uppköstum. Reliefband er fest með armbandi á höndina og leiðir milda rafskautaörvun til miðtaugar undir úlnlið. Örvunin frá Reliefband berst um miðtaugina til þess hluta heilans sem veldur ógleðitilfinningu. Reliefband byggir á einkaleyfisverndaðri tækni, er viðurkennt af FDA (bandarísku lyfjastofnuninni) og skráð hjá Lyfjastofnun Íslands.

Scroll to Top