Eftir Skurðaðgerðir

Ógleði og uppköst eiga það til að vera fylgifiskur skurðaðgerða, þegar sjúklingar vakna eftir svæfingu. Lyf eru gefin til að draga úr ógleðinni en á mörgum bandarískum sjúkrahúsum hefur Reliefband verið bætt við meðferðina til að ná sem mestum áhrifum þannig að lyfjagjöf geti jafnvel minnkað á móti. Reyndar er það svo að Reliefband var upphaflega þróað til notkunar á sjúkrahúsum til að draga úr ógleði sjúklinga, bæði eftir skurðaðgerðir og eftir meðferð með krabbameinslyfjum. Framan af var Reliefband eingöngu notað á sjúkrahúsum í Bandaríkjunum, en síðan var sala þess heimiluð gegn lyfseðli. Eftir því sem þekking á áhrifum og notkun Reliefband hefur aukist var ákveðið að heimilda sölu þess án lyfseðils. Reliefband hefur til skamms tíma aðeins verið til sölu í Norður-Ameríku, en sumarið 2020 var ráðist í gerð samræmisyfirlýsingar fyrir evrópska efnahagssvæðið og CE merkingu.

Reliefband er fest með armbandi á höndina og leiðir milda rafskautaörvun til miðtaugar undir úlnlið. Örvunin frá Reliefband berst um miðtaugina til þess hluta heilans sem veldur ógleðitilfinningu. Reliefband byggir á einkaleyfisverndaðri tækni, er viðurkennt af FDA (bandarísku lyfjastofnuninni) og skráð hjá Lyfjastofnun Íslands.

Scroll to Top